Breiðablik lagði Skallagrím nokkuð örugglega í kvöld í Smáranum í fyrstu deild karla, 121-77. Breiðablik hafði tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð deildarinnar og fengu bikarinn afhentan eftir leik í kvöld. Með titlinum fylgir bein ferð upp í Dominos deildina, þar sem þeir munu leika á næsta tímabili.
Karfan spjallaði við Pétur Ingvarsson, þjálfara Breiðabliks, eftir að deildarmeistaratitlinum var hampað í Smáranum.
Viðtal / Viktor Rivin