spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaTryggvi Snær og Zaragoza lögðu Andorra

Tryggvi Snær og Zaragoza lögðu Andorra

Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza lögðu í kvöld lið Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni, 99-89. Andorra er að sjálfsögðu lið annars landsliðsmanns Hauks Helga Pálssonar, en hann hefur lokið keppni þetta tímabilið vegna meiðsla. Zaragoza eru eftir leikinn í 11. sæti deildarinnar með 14 sigra og 19 töp það sem af er tímabili.

Á tæpum 16 mínútum spiluðum í dag skilaði Tryggvi Snær 2 stigum, frákasti og stoðsendingu. Næsti leikur Zaragoza er þann 2. maí gegn stórliði Real Madrid.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -