spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Danmörku og Svartfjallalandi í næstu umferð undankeppni HM

Ísland mætir Danmörku og Svartfjallalandi í næstu umferð undankeppni HM

Dregið var í annari umferð forkeppni HM 2023 í dag þar sem Ísland var í pottinum. Ísland komst uppúr fyrstu umferð er liðið sigraði riðil sinn gegn Lúxemborg, Slóvakíu og Kósóvó.

Leikið verður á fjórum leikdögum milli 11.-28. ágúst. Tvö efstu fara áfram sjálfa undankeppnina sjálfa sem hefst í nóvember. Fyrirkomulagið verður ákveðið síðar. Mikilvægt er fyrir Ísland að komast áfram til að standa betur að vígi fyrir utankeppni Eurobasket 2024.

Riðill Ísland er eftirfarandi:

Svartfjallaland

Danmörk

Ísland

Það verður spennandi að mæta loks nágrönnum okkar í Danmörku og öflugri körfuboltaþjóð í Svartfjallalandi. Nú er bara að vona að okkar bestu menn geti verið með í þessum glugga.

Fréttir
- Auglýsing -