spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStórleikur Keiru tryggði fáliðuðum Skallagrímskonum sigur í Vesturbænum

Stórleikur Keiru tryggði fáliðuðum Skallagrímskonum sigur í Vesturbænum

Skallagrímur lagði KR í dag í 17. umferð Dominos deildar kvenna, 80-88. Eftir leikinn sem áður er Skallagrímur í 5. sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að KR er í 7.-8. sætinu með 4 stig líkt og Snæfell.

Gangur leiks

Leikurinn var í járnum nánast allan fyrri hálfleikinn. Gestirnir úr Borgarnesi þó skrefinu á undan. Munurinn eitt stig eftir fyrsta leikhluta, 16-17 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Skallagímur 5 stigum yfir, 34-39.

Í upphafi seinni hálfleiksins ná gestirnir svo að byggja aðeins á forystu sína. Með góðum þriðja leikhluta eru þær þægilegum 9 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 53-62. Undir lokin gerði Skallagrímur svo vel í að halda í forystu sína og sigra að lokum með 8 stigum, 80-88.

Kjarninn

Þetta var nánast skildusigur fyrir Skallagrím. Þó að frekar litlu að keppa fyrir þær. Eru nánast öruggar um að enda í 5. sæti deildarinnar og eiga litla sem enga möguleika á að ná inn í úrslitakeppnina. Fyrir KR hefði sigur verið góður. Berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Eru líkt og Snæfell með 4 stig á botninum, en þau mætast einmitt í næstu umferð í leik sem er upp á líf eða dauða.

Munar um minna

Í lið Skallagríms vantaði tvo lykilleikmenn, Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur og Nikita Telesford. Sigrún Sjöfn er enn að jafna sig eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Skallagrím í síðasta leik á meðan að Nikita var frá vegna veikinda.

Atkvæðamestar

Taryn Ashley McCutcheon var atkvæðamest í liði KR í dag með 23 stig 4 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Skallagrím var það Keira Robinson sem dró vagninn með 37 stigum, 8 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Hvað svo?

Bæði lið leika næst þann 28. apríl. KR heimsækir Snæfell í Stykkishólm á meðan að Skallagrímur mætir toppliði Vals í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -