Körfuboltaveislan heldur áfram í dag og ljóst að við áhugamenn fáum allan okkar skammt af boltanum eftir þrotapásu síðustu vikna. Í dag fara fram heilar umferðir í Dominos deild kvenna og 1. deild kvenna.
Í Dominos deildinni eru línur farnar að skýrast og geta Valsarar náð nokkrum fingrum á deildarmeistaratitilinn með sigri. Á sama tíma róa KRingar lífróður og þurfa á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í deildinni.
Í 1. deild kvenna er spenna á báðum endum en ljóst er að öll liðin fara beint í úrslitakeppnina og því er keppst um röðun í deildarkeppninni.
Dominos deild kvenna:
Haukar – Breiðablik – kl. 16:00
KR – Skallagrímur – kl. 16:00
Keflavík – Snæfell – kl. 16:00
Fjölnir – Valur – kl. 19:15
Fyrsta deild kvenna:
Vestri – Njarðvík – kl. 14:00
Tindastóll – Stjarnan – kl. 16:00
Fjölnir – Hamar/Þór – kl. 16:15
Ármann – ÍR – kl. 18:00