Aukasendingin fékk þá Máté Dalmay þjálfara Hamars í fyrstu deild karla og Ísak Mána, þjálfara ÍR í fyrstu deild kvenna, til þess að fara yfir sviðið í Dominos deildunum fyrir endurræsingu deildanna.
Þá er einnig farið yfir framhaldið í fyrstu deildum karla og kvenna í lok þáttarins.
Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.
Dagskrá:
00:00:00 – Létt hjal og umræða um sóttvarnatakmarkanir
00:17:10 – Dominos deildir karla og kvenna
01:19:30 – Fyrstu deildir karla og kvenna