Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.
Í AT&T Höllinni í San Antonio lögðu heimamenn í Spurs sterkt lið Chicago Bulls. Bulls höfðu gert vel á leikmannamarkaðnum áður en hann lokaði nú um helgina er þeir náðu í stjörnumiðherjann Nikola Vucevic frá Orlando Magic, en fyrir var liðið með annan stjörnuleikmann í sínum röðum, Zach Levine og þá hefur finninn Lauri Markkanen átt gott tímabil fyrir þá það sem af er.
Eftir leikinn eru Bulls í 10. sæti Austurstrandarinnar með 43% sigurhlutfall á meðan að Spurs eru í 7. sæti Vesturstrandarinnar.
Atkvæðamestur fyrir Bulls í leiknum var Nikola Vucevic með 21 stig og 9 fráköst. Fyrir Spurs var það Jakob Poeltl sem dróg vagninn með 20 stigum og 9 fráköstum.
Það helsta úr leik Bulls og Spurs:
Detroit Pistons 92 – 106 Washington Wizards
New York Knicks 102 – 96 Milwaukee Bucks
Houston Rockets 129 – 107 Minnesota Timberwolves
Chicago Bulls 104 – 120 San Antonio Spurs
Dallas Mavericks 103 – 112 New Orleans Pelicans
Boston Celtics 111 – 94 Oklahoma city Thunder
Memphis Grizzlies 110 – 126 Utah Jazz
Philadelphia 76ers 112 – 122 LA Clippers
Cleveland Cavaliers 98 – 100 Sacramento Kings
- ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
- Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
- Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
- Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
- Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
- Skilmálar gilda