spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÚrslit: Grindavík engin fyrirstaða fyrir toppliðið

Úrslit: Grindavík engin fyrirstaða fyrir toppliðið

Tveir leikir fóru fram í Domino’s deild karla í kvöld. Í Hertz hellinum í Breiðholti tóku ÍR-ingar á móti Þór frá Þorlákshöfn, en eftir að ÍR-ingar höfðu 10 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn unnu hrundi leikur þeirra algerlega, með þeim afleiðingum að Þórsarar unnu sjö stiga sigur, 98-105. Umfjöllun um leikinn má lesa hér.

Í Grindavík tóku heimamenn á móti grönnum sínum frá Keflavík. Skemmst er frá því að segja að gestirnir úr Reykjanesbæ hreinlega völtuðu yfir heimamenn og unnu að lokum 33 stiga sigur, 82-115.

Eftir leiki kvöldsins situr Keflavík enn í toppsæti Domino’s deildarinnar, en Þórsarar frá Þorlákshöfn sitja í öðru sæti, jafnir Stjörnunni að stigum.

Fréttir
- Auglýsing -