spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaDregið í VÍS bikar karla og kvenna á morgun

Dregið í VÍS bikar karla og kvenna á morgun

Dregið verður á morgun k. 14:00 í VÍS bikar karla og kvenna. Vegna sóttvarnartakmarkana verður drættinum streymt út á Facebook síðu VÍS, en einnig verður hægt að fylgjast með stöðu mála hér á Körfunni.

Hér fyrir neðan gefur að líta á hvaða dagsetningum keppnin mun fara fra og hvaða lið verða í pottinum á morgun.

VÍS bikar kvenna

Alls eru 16 lið skráð til leiks í VÍS bikar kvenna (Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar-Þór, Haukar, ÍR, Keflavík, Keflavík b, KR, Njarðvík, Skallagrímur, Snæfell, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri), en dregið verður beint í 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna. 16 liða úrslit VÍS bikars kvenna verða leikin miðvikudaginn 21. apríl, en dregið verður í 8 liða úrslit strax að kvöldi 21. apríl þegar ljóst er hvað 8 lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

VÍS bikar karla

Í VÍS bikar karla eru 21 lið skráð til leiks (Álftanes, Breiðablik, Fjölnir, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, Hrunamenn, ÍR, Keflavík, KR, Njarðvík, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Stjarnan, Tindastóll, Valur, Vestri, Þór Ak. Þór Þ.). Drátturinn verður því þrískiptur karlamegin.

Fyrst verður dregið í forkeppni, en þá verða öll 9 lið 1. deildar karla í skálinni. Tvö lið verða dregin, en þau lið munu mætast í forkeppni. Þetta er viðureign 1.


Næst verður dregið í undankeppni, en þá verða þau 7 lið 1. deildar í skálinni, ásamt miða sem á stendur Sigurvegari viðureign 1, þannig að úr verði 4 viðureignir 8 liða, þetta eru þá viðureignir 2, 3, 4 og 5.


Þá verður dregið í 16 liða úrslit, en þá verða öll 12 lið Domino’s deildar karla í skálinni, ásamt fjórum miðum sem á stendur Sigurvegari viðureign 2, Sigurvegari viðureign 3, Sigurvegari viðureign 4, Sigurvegari viðureign 5. Þá loks eru komnar þær 8 viðureignir sem leiknar verða fimmtudaginn 22. apríl.


Dregið verður í 8 liða úrslit strax að kvöldi 22. apríl þegar ljóst er hvaða 8 lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum.

Leikdagar

Leikdagar í VÍS bikarnum 2021 eru eins og hér segir

16 liða úrslit kvenna: 21. apríl

8 liða úrslit kvenna: 24. apríl

Undanúrslit kvenna: 27. apríl

VÍS bikarúrslit kvenna: 1. maí 16:30 í Smáranum

16 liða úrslit karla: 22. apríl

8 liða úrslit karla: 25. apríl

Undanúrslit karla: 28. apríl

VÍS bikarúrslit karla: 1. maí 19:30 í Smáranum

Fréttir
- Auglýsing -