spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAukasendingin: Máté og Ísak fara yfir felldar tillögur um þjóðernisdeild/kynjablöndun og hvað...

Aukasendingin: Máté og Ísak fara yfir felldar tillögur um þjóðernisdeild/kynjablöndun og hvað sé að gerast í Dominos deildunum

Aukasendingin kom saman og fór yfir tillögur á ársþingi KKÍ er snéru að verulegum takmörkunum á erlendum leikmönnum í efstu deildum og blöndun kynja á yngri flokka mótum.

Gestir þáttarins eru þjálfarar tveggja toppliða í fyrstu deildinni, Máté Dalmay, þjálfari Hamars í fyrstu deild karla og Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR í fyrstu deild kvenna.

Þá er einnig farið vel yfir helstu hræringar í Dominos deildum karla og kvenna. Gerir Sara Rún Hauka að meistaraefnum? Getur Njarðvík fallið? Er í lagi að lið bæti við leikmönnum um miðjan mars? Hvaða þrjú lið eru líklegust til að vinna? …og margt fleira

Aukasendingin er í boði Dominos og eru hlustendur minntir á að nota afsláttarkóðann “karfan.is” þegar pantað er með Dominos appinu eða á dominos.is. Upptakan einnig í boði Kristalls, sem er það eina sem stjórnendur drekka á þeim dögum sem upptökur fara fram. Þá er Lykill fjármögnun einnig aðalstyrktaraðili.

Umsjón: Davíð Eldur

Gestir: Ísak Wíum og Máté Dalmay

Fréttir
- Auglýsing -