Tveimur leikjum sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað í Domino’s deild kvenna. Þetta er annars vegar leikur Breiðabliks og Snæfells og hins vegar leikur Fjölnis og Skallagríms.
Ófært er um Kjalarnes og ekki ráðlagt að fara hjáleiðir.
Fjölnir-Skallagrímur verður leikinn 11. mars kl. 18:30.
Breiðablik-Snæfell verður leikinn 11. mars kl. 20:00.