spot_img
HomeFréttirDagný Lísa stigahæst er Wyoming tryggðu sig áfram í úrslitaleikinn

Dagný Lísa stigahæst er Wyoming tryggðu sig áfram í úrslitaleikinn

Dagný Lísa Davíðsdóttir og Wyoming Cowgirls lögðu Boise State Broncos í nótt í undanúrslitum úrslitakeppni Mountain West deildarinnar, 53-38. Wyoming eru því komnar í úrslitaleikinn, en í honum munu þær mæta Fresni State Bulldogs.

Á 32 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Dagný 15 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta, en hún var stigahæst í liði Wyoming í leiknum.

Úrslitaleikurinn gegn Fresno State fer fram í kvöld, en fyrr í vetur höfðu Wyoming í tvígang mætt þeim. Unnu þann fyrri með tveimur stigum, en töpuðu seinni með þremur stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -