Fjórir leikir fara fram í Dominos deild karla í kvöld. Leikið er í þrettándu umferð og má segja að línur séu að einhverju leiti farnar að skýrast en enn er stutt á milli liða.
Sannkallaður toppslagur fer fram i Þórlákshöfn þegar topplið Keflavíkur mætir í heimsókn er Þór Þ er í öðru sæti deildarinnar. Á Akureyri eru Grindvíkingar í heimsókn en bæði lið töpuðu í síðustu umferð.
Garðbæingar ferðast til Egilsstaða en bæði Stjarnan og Höttur unnu góða sigra í síðustu umferð. Þá er síðasti leikur dagsins leikur Tindastóls og KR en liðin hafa átt fjölmargar góðar viðureignir síðustu ár.
Leikir dagsins:
Dominos deild karla:
Þór Þ – Keflavík kl 18:15
Þór Ak – Grindavík kl 19:15
Höttur – Stjarnan kl 19:15
Tindastóll – KR kl 20:15