spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur öflugur í öruggum sigri Nebraska

Þórir Guðmundur öflugur í öruggum sigri Nebraska

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers lögðu í nótt lið Rutgers Scarlet Knights í bandaríska háskólaboltanum, 51-72. Nebraska það sem af er tímabili unnið sjö leiki og tapað sautján.

Þórir Guðmundur var í byrjunarliði Nebraska í leiknum. Hafði þó frekar hægt um sig í stigaskorun, en var frákasta og stoðsendingahæstur ásamt því að stela flestum boltum í liðinu. Á 34 mínútum spiluðum skilaði hann 2 stigum, 7 fráköstum, 5 stoðsendingum og 4 stolnum boltum.

Næsti leikur Nebraska er komandi föstudag 5. mars gegn Iowa Hawkeyes.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -