Keflavík tók á mótti Hetti í Dominos deild karla í Blue höllinni í kvöld. Keflavík er á toppi deildarinnar en Höttur er í bullandi baráttu á botninum.
Gestirnir frá Fljótsdalshéraði mættu vel stemdir til leiks þrátt fyrir að vera án Michael Mallory og sýndu heimamönnum enga virðingu í jöfnum og skemmtilegum 1. Leikhluta. Höttur leiddi að honum loknum með 6 stigum, 16 – 22.
Keflvíkingar komu sterkir inn í 2. Leikhluta og voru komnir yfir eftir tæpar 3 mínútur. Heimamenn bættur hægt og rólega við og voru komnir 8 stigum yfir þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Höttur hélt Keflavík í skefjum það sem eftir lifði leikhlutans. Staðan í hálfleik 44 – 38.
Heimamenn héldu áfram að bæta í og voru um miðbilk leikhlutans komnir 16 stigum yfir. Þeir héldu áfram og komust mest 22 stigum yfir. Gestirnir settu ekki niður körfu í rúmar 4 mínútur en áttu svo góðan sprett og þegar um mínúta var eftir af leikhlutanum voru þeir búnir að minnka muninn í 13 stig. Staðan eftir þriðja leikhluta 71 – 55.
Gestirnir nöguðu hægt og rólega niður forskot heimamanna. Það gekk þó ekki nógu hratt og þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir voru Keflvíkingar enn 11 stigum yfir. Dino Stipcic fékk sína 5 villu, ekki nógu mikið og of seint fyrir gestina. Bekkurinn fékk að spreyta sig síðustu mínútuna. Keflavík vann öruggan sigur 93 – 73.
Byrjunarlið:
Keflavík: Dominykas Milka, Deane Williams, Hörður Axel Vilhjálmsson Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson.
Höttur: Dino Stipcic, Sigmar Hákonarson, Eysteinn Bjarni Ævarsson, David Guardia Ramos og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Hetjan:
Deane Williams var kóngurinn á vellinum í kvöld, hann hristi húsið reglulega með flottum troðslum, 26 stig og 7 fráköst hjá honum.
Kjarninn:
Höttur komu rétt stemmdir til leiks en þeir söknuðu klárlega Mallory sem er meiddur, þeir þurfa ekkert að skammast sín fyrir sína framistöðu. Keflavík var einfaldlega númeri of stórt fyrir þá í kvöld.
Viðtöl:
Deane Williams
Hjalti Þór Vilhjálmsson
Viðar Örn Hafsteinsson