spot_img
HomeFréttirBjarni Guðmann stigahæstur er Fort Hays lágu fyrir besta liði deildarinnar

Bjarni Guðmann stigahæstur er Fort Hays lágu fyrir besta liði deildarinnar

Tímabil Bjarna Guðmanns Jónssonar og Fort Hays State Tigers er á enda eftir að liðið laut í lægra haldi fyrir sterku liði Northwest Missouri State, 62-87. Fort Hays eftir leikinn með nákvæmlega 50% sigurhlutfall á tímabilinu, 11 sigra og 11 töp.

Á 18 mínútum spiluðum skilaði Bjarni Guðmann tíu stigum og þremur fráköstum, en hann var stigahæstur sinna manna í leiknum. Vegna tapsins, komast Fort Hays ekki í átta liða úrslit deildar sinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -