spot_img
HomeFréttirThelma Dís með 18 stig í sigri gegn Toledo Rockets

Thelma Dís með 18 stig í sigri gegn Toledo Rockets

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu í gærkvöldi Toledo Rockets í bandaríska háskólaboltanum, 88-77. Cardinals eftir leikinn í 5. sæti MAC deildarinnar með 13 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.

Á 30 mínútum spiluðum skilaði Thelma Dís 18 stigum, stoðsendingu og frákasti, en hún setti niður 6 af 10 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Næsti leikur Ball State er gegn Central Michigan Chippewas komandi fimmtudag 4. mar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -