spot_img
HomeFréttirHákon Örn atkvæðamikill er Hartford bundu enda á tímabil Binghamton

Hákon Örn atkvæðamikill er Hartford bundu enda á tímabil Binghamton

Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats máttu þola tap í kvöld fyrir Hartford Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppni American East deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum, 60-77.

Þrátt fyrir tapið átti Hákon Örn góðan leik fyrir Bearcats. Skilaði 11 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum í leiknum.

Þar sem að leikurinn var í útsláttarkeppni, er tímabil Bearcats á enda, á meðan að Hawks halda áfram í næstu umferð.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -