spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaEnginn skjálfti í Grindavík, stóðust áhlaup Stjörnunnar í spennuleik í MGH

Enginn skjálfti í Grindavík, stóðust áhlaup Stjörnunnar í spennuleik í MGH

Grindavík lagði Stjörnuna í dag í fyrstu deild kvenna, 63-69. Eftir leikinn er Grindavík í 3. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Stjarnan er sæti neðar með 8 stig.

Gangur leiks

Leikurinn var nokkuð jafn í upphafi. Gestirnir úr Grindavík þó skrefinu á undan eftir fyrsta leikhluta, 14-18. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram nokkuð spennandi, Grindavík þó enn með forystuna þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 30-36.

Stjarnan byrjar seinni hálfleikinn af miklum krafti. Ná að jafna leikinn í upphafi þriðja leikhlutans, 39-39. Grindavík nær þá aftur að vera á undan og eru áfram 6 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 49-55. Í honum gera þær svo vel að verjast áhlaupi heimakvenna og sigra að lokum með 6 stigum, 63-69.

Tölfræðin lýgur ekki

Grindavík kom sér í 29 skipti á línuna í leiknum á móti aðeins 11 vítum Stjörnunnar. Þá nýttu þær vítin sín einnig betur, voru með 75% nýtingu á móti aðeins 63% hjá Stjörnunni.

Kjarninn

Fyrir leik dagsins voru liðin jöfn að stigum í 3.-4. sæti deildarinnar. Því hefði hæglega mátt gera því skóna að nokkuð jafn leikur væri í vændum. Það kom svo heldur betur á daginn. Ekki er þó ólíklegt að bilið milli liðanna tveggja víkki enn frekar á næstu vikum, þar sem að Grindavík mun kynna bandarískan atvinnumann, Jannon Otto, til leiks á næstu dögum.

Atkvæðamestar

Fyrir heimakonur í Stjörnunni var Jana Falsdóttir atkvæðamest með 15 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Fyrir gestina úr Grindavík var það Hulda Björk Ólafsdóttir sem dróg vagninn með 18 stigum og 7 fráköstum.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi þriðjudag 2. mars. Grindavík heimsækir Tondastól á meðan að Stjarnan fær Hamar/Þór í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -