Hafnfirðingurinn Sólrún Inga Gísladóttir leikmaður Coastal Georgia Mariners í bandaríska háskólaboltanum var valin í annað úrvalslið deildarinnar nú að tímabili loknu.
Voru þær tvær úr liði Mariners, Sólrún Inga og Kaliyah Little sem valdar voru, en valið má í heild sjá hér.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sólrún Inga er valin í úrvalsliðið, en þá nafnbót hefur hún fengið eftir öll fjögur tímabilin hjá Coastal Georgia. Í 24 leikjum á tímabilinu skilaði hún 10 stigum og 4 fráköstum að meðaltali í leik. Þá var hún að skjóta 82% úr vítum og 37% úr þriggja stiga skotum á tímabilinu.