spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaBreiðablik gjörsamlega valtaði yfir KR í seinni hálfleik

Breiðablik gjörsamlega valtaði yfir KR í seinni hálfleik

Breiðablik tók á móti KR í tíundu umferð Dmoinos deild kvenna. Liðin eru í neðri hluti deidlarinnar, KR gat jafnað Blika að stigum með sigri og því máttu búast við blóðugri baráttu í leik dagsins.

Gangur leiksins

Botnlið KR vann sinn fyrsta sigur í síðustu umferð og var greinilegt í upphafi leiks að liðið ætlaði sér að taka stemmninguna úr þeim leik inní þennan. KR var mun öflugra til að byrja með og voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. KR fór með 9 stiga forystu inní hálfleikinn 32-23.

Eitthvað hefur Ívar Ásgrímsson sagt við sínar konur í hálfleik þar sem viðsnúningur Blikanna var gríðarlegur í seinni hálfleik. Blikar sigu framúr í þriðja leikhluta og fóru með fína forystu inní loka leikhlutann. Fjórði leikhlutinn var algjörlega í eign Breiðabliks og jók liðið forystuna áfram.

Blikar unnu seinni hálfleikinn 51-17 sem skilaði 25 stiga sigri 74-49.

Atkvæðamestar

Sóllilja Bjarnadóttir var stigahæst hjá Blikum með 28 stig og bætti við 9 fráköstum, þar af 5 sóknarfráköst. Ísabella Ósk Sigurðardóttir var einnig sterk með 13 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar.

Í liði KR var Annika Holopainen með 20 stig og 13 fráköst. Taryn McCutheon var einnig öflug með 7 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en hitti ákaflega illa.

Hvað næst?

Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir þrjú töp í röð og náðu sér heldur betur á strik í seinni hálfleik. Liðið mætir Skallagrím í Borgarnesi eftir rétta viku.

KR situr en á botni deildarinnar með tvö stig. Liðið leikur gegn Íslandsmeisturum Vals í næstu umferð.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -