spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaHaukar unnu Fjölni í æsispennandi leik

Haukar unnu Fjölni í æsispennandi leik

Haukar unnu góðan sigur á nýliðum Fjölnis í tíundu umferð Dominos deildar kvenna. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í öðru til fjórða sæti. Flestir höfðu því búist við jöfnum leik og voru ekki sviknir.

Gangur leiksins

Heimakonur mættu ákveðnari til leiks og voru líklegri strax í upphafi. Það var þó ekki fyrr en í öðrum leikhluta sem liðið náði að slíta sig nokkuð frá Fjölni og náði mest 33-19 forystu. Staðan í hálfleik var 52-36 fyrir Haukum.

Nýliðar Fjölnis minnkuðu muninn hægt og rólega í þriðja leikhluta og allt þangað til um miðbik fjórða leikhluta. Þar jafnaði Fjölnir leikinn og úr varð æsispennandi lokasprettur. Segja má að mikil orka Fjölnis hafi farið í að minnka muninn og hafði liðið því ekki orkuna í að klára leikinn einnig.

Lokastaðan 85-83 þar sem Fjölnir hafði tækifæri til að stela sigrinum með lokaskoti Ariel Hearn en boltinn vildi ekki ofaní.

Atkvæðamestar

Alyesha Lovett átti frábæran leik eins og oftast og setti 28 stig, við það bætti hún 5 stoðsendingum, 5 fráköstum og 7 stolnum boltum. Bríet Sif var öflug með 11 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hjá Fjölni var Ariel Hearn öflug að vanda með 40 stig, einnig var hún með 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Lina Pikiciute var einnig frábær með 11stig og 14 fráköst.

Hvað næst?

Sigur Hauka þýðir að liðið heldur í við toppliðin tvö Keflavík og Val. Á sama tíma skilur það Fjölni eftir í fjórða sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er einmitt gegn Val sem er með jafnmörg stig Haukum.

Fjölniskonur eru í fjórða sæti eftir leik dagsins. Næsti leikur liðsins er gegn toppliði Keflavíkur sem er án taps.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -