Ísland lagði Lúxemborg í dag í forkeppni undankeppni heimsmeistaramótsins 2023 í Pristina í Kósovó, 84-86. Ísland hafði fyrir leikinn tryggt sér sigur í riðlinum, en næsti fasi undankeppninnar fer af stað í ágúst á þessu ári.
Einkunnir Íslands gegn Lúxemborg
Sjáðu sigurþrist Elvars gegn Lúxemborg
Karfan spjallaði við Elvar Már Friðriksson, leikmann Íslands, eftir leik í Pristina. Það munaði heldur betur um Elvar á lokamínútu leiksins, bæði setti hann niður tvö víti þegar um hálf mínúta var eftir, sem og kláraði hann leikinn með sigurþrist er tíminn rann út. Þá var hann einnig að leika sinn 50. leik fyrir Íslands hönd.