Einn leikur fór fram í fyrstu deild karla í dag.
Vestri lagði Álftanes í spennuleik á Ísafirði, 76-75. Eftir leikinn eru Vestri og Álftanes jöfn að stigum með 10 í 3.-5. sæti deildarinnar ásamt Sindra.
Atkvæðamestur fyrir Vestra í dag var Nemanja Knezevic með 17 stig og 13 fráköst. Fyrir Álftanes var það Cedrick Bowen sem dróg vagninn með 26 stigum og 6 fráköstum.
Leikur dagsins
Fyrsta deild karla:
Vestri 76 – 75 Álftanes
Mynd / Vestri FB