spot_img
HomeFréttirSigrún Björg og Chattanooga unnu sinn þriðja leik í röð

Sigrún Björg og Chattanooga unnu sinn þriðja leik í röð

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs lögðu í nótt lið UNC Greensboro Spartans í bandaríska háskólaboltanum, 41-57. Mocs eftir leikinn í þriðja sæti Southern deildarinnar með þrettán sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún Björg tveimur stigum, sex fráköstum, tveimur stoðsendingum og stolnum bolta. Chattanooga og UNC Greensboro mætast í annað skipti nú um helgina.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -