spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÞorvaldur Orri til Hamars

Þorvaldur Orri til Hamars

Hamar hefur samið við Þorvald Orra Árnason um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild karla. Þorvaldur kemur til liðsins á venslasamning frá KR, en þar hefur hann leikið með meistaraflokk frá árinu 2018.

Þorvaldur er 18 ára bakvörður sem hefur skilað 4 stigum að meðaltali á 8 mínútum í leik með KR í Dominos deildinni það sem af er tímabili. Þá hefur hann einnig leikið með yngri landsliðum Íslands.

Hamar eru sem stendur jafnir Breiðablik að stigum í efsta sæti fyrstu deildarinnar, en þeir eiga þó leik til góða á þá. Næsti leikur þeirra í deildinni er gegn Sindra á Höfn í Hornafirði þann 22. febrúar og samkvæmt heimildum verður Þorvaldur með í þeim leik.

Fréttir
- Auglýsing -