Fjórir vinir Ágústs Herberts Guðmundssonar, sem féll frá í upphafi árs, hafa ákveðið að reisa völl til minningar um hann við Glérárskóla á Akureyri samkvæmt akureyri.net. Þeir Óðinn Ásgeirsson, Hrafn Jóhannesson, Einar Örn Aðalsteinsson og Böðvar Kristjánsson. Mun völlurinn verða utandyra við skólann og með snjóbræðslu, girðingu og lýsingu.
Í samtali við við miðilinn sagði Óðinn „Við veltum fyrir okkur hvað við gætum gert til að heiðra minningu hans. Við viljum hafa völlinn við Glerárskóla því Gústi þjálfaði lang mest í íþróttahúsi skólans, þar ólumst við upp í körfuboltanum og skólinn er nálægt Hamri, félagsheimili Þórs. Þetta er því táknrænn staður fyrir okkur,“
Óðinn sagði að sveitarfélagið hafi tekið vel í hugmyndina „Það er ekkert fast í hendi; við erum að taka fyrstu skrefin en erum bjartsýnir á að þetta takist. Stefnan er að hefja vinnu í sumar og standa Gústalega að verkinu; ekki hangsa, heldur drífa í hlutunum. En það veltur á endanum á því hvernig bærinn tekur þessu og að það fari hratt og örugglega í gegnum bæjarkerfið.“
Enn frekar segir Óðinn hópinn ætla að hefja fjáröflun fyrir verkefninu um leið og sveitarfélagið sé búið að samþykkja verkefnið „Fyrirhugað er að fara í framkvæmdir á lóð Glerárskóla samkvæmt fjárhagsætlun og ég held að völlurinn hljóti að falla vel að því sem fyrirhugað er að gera,“