Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners unnu í kvöld seinni leik sinn gegn Webber International, 70-59, en þann fyrri unnu þær á þriðjudaginn, 68-54. Mariners það sem af er tímabili unnið tólf leiki og tapað tíu.
Á 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sólrún Inga 9 stigum og 2 fráköstum. Síðasti leikur á dagskrá Mariners í deildinni er gegn Warner University komandi laugardag 20. febrúar.