Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum fyrstu deildar karla í kvöld.
Breiðablik stilti Hornfirðingum upp við vegg er liðið náði tveggja leikja forystu. Á sama tíma jafnaði Snæfell einvígið gegn Hamri í Stykkishólmi.
Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.
Úrslit kvöldsins
Fyrsta deild karla – Átta liða úrslit
Breiðablik 93-66 Sindri
(Breiðablik leiðir 2-0)
Snæfell 96-93 Hamar
(Einvígið er jafnt 1-1)