spot_img
HomeFréttirLeikur dagsins: Ísland getur tryggt sig áfram með sigri á Slóvakíu

Leikur dagsins: Ísland getur tryggt sig áfram með sigri á Slóvakíu

A landslið karla er komið til Pristina í Kósovó þar sem liðið mun leika lokaleiki sína í þessum fasa undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Í dag fer fram sá fyrri en liðið mætir Slóvakíu í svo gott sem úrslitaleik B- riðils.

Ísland er í gífurlega góðri stöðu fyrir leikina tvo. Eru í efsta sæti riðilsins, með þrjá sigra og aðeins eitt tap það sem af er keppni. Ekki má þó mikið útaf bregða. Fyrir neðan Ísland í riðlinum eru Slóvakía og Kósovó með tvo sigra, en Lúxemborg rekur svo lestina með einn sigur.

Með sigri í dag er liðið búið að sigra riðilinn og tryggja sig áfram í næstu umferð. Þar með er liðið með innbyrgðis viðureignirnar á Slóvaíku og Kósóvó sem gætu einungis jafnað Ísland að stigum í lokaumferðinni. Í raun getur Ísland tapað með allt að átta stiga mun til að vera í góðri stöðu í riðlinum en tvö efstu liðin komast áfram í næstu umferð.

Síðast þegar liðin mættust var það fyrir rétt tæpu ári þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni. Þar vann Ísland 84-74 þar sem Tryggvi Hlinason átti tröllaleik og endaði með 26 stig og 17 fráköst.

Leikmannahóp Íslands fyrir leikinn má finna hér.

Leikurinn hefst kl 15:00 og verður í beinni útsendingu á Rúv. Útsending hefst kl 14:50.

Karfan mun fjalla um leikinn af fremsta megni í dag og fylgja liðinu eftir út landsliðsgluggan.

Við ræddum við leikmenn liðsins í aðdraganda leiksins og má finna viðtöl hér að neðan

Fréttir
- Auglýsing -