Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap í fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Dijon í FIBA Europe Cup, 77-58.
Á tæpum 20 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 3 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og 2 vörðum skotum.
Leiknir eru tveir leikir í undanúrslitunum þar sem samanlögð stigatala gildir. Segja má því að um hálfleik sé að ræða í einvíginu, en seinni leikur liðanna fer fram á Spáni þann 2. apríl.