spot_img
HomeFréttirSnjólfur og Yellow Jackets unnu sinn þriðja leik í röð

Snjólfur og Yellow Jackets unnu sinn þriðja leik í röð

Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets lögðu í nótt lið Colorado Christian University í bandaríska háskólaboltanum, 63-91. Yellow Jackets búnir að vinna sex leiki og tapa fimm það sem af er tímabili.

Á 19 mínútum spiluðum skilaði Snólfur tveimur stigum, fjórum fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Black Hills er gegn Chadron State College komandi þriðjudag 16. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -