Körfuknattleiksþingi KKÍ lauk um seinastliðna helgi. Þetta var það 56. og það hófst að morgni laugardagsins 15. mars og lauk stuttu fyrir kvöldmatarleytið. Kristinn Albertsson var var kjörinn formaður KKÍ til næstu tveggja ára en hann fékk þar þorra atkvæða gegn mótframbjóðanda sínum, Kjartani Magnúsi Ásmundssyni.
Ásamt því að kjósa nýjan formann og staðfesta nýja stjórn var kosið um tillögur að reglubreytingum fyrir komandi tímabil 2025-26. Ein reglubreyting sem fór í gegn var sú að á næsta tímabili leyfist liðum að skrá sig til keppni í fyrstu deildum. Þannig mun ekkert lið falla á þessu tímabili.
Hérna má lesa um helstu breytingar frá þinginu
Stjórn KKÍ var gert að finna út leið til að öll lið sem eru ekki gjaldgeng í úrvalsdeild karla megi sækja um að keppa í 1. deild karla ef þau vilji. Þannig geti t.d. fleiri en 12 lið keppt í deildinni ef fleiri sækja um.
Ef færri en 12 lið eru í 1. deild karla skal stjórn KKÍ fjölga leikjum og þá horfa til þess að hafa þrefalda umferð í deildinni.