spot_img
HomeBikarkeppniÍ fyrsta skipti síðan 1984

Í fyrsta skipti síðan 1984

KR og Valur tryggðu sig í úrslit VÍS bikarkeppni karla í kvöld með sigrum í undanúrslitaviðureignum sínum í Smáranum.

Valur lagði ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur nokkuð örugglega í seinni leik kvöldsins, en í þeim fyrri lagði KR lið Stjörnunnar í nokkuð skemmtilegum og spennandi leik.

KR er það lið sem oftast hefur orðið bikarmeistari síðan keppnin var fyrst haldin árið 1970, eða í 12 skipti. Til þess að vinna þessa 12 titla hefur KR þurft 21 úrslitaleik. Valur hefur hinsvegar aðeins unnið titilinn í 4 skipti, en liðið hefur í 8 skipti farið í bikarúrslit.

Nokkuð langt er síðan þessi Reykjavíkurfélög áttust síðast við í bikarúrslitum. Tvisvar hefur það gerst og hafði KR sigur í bæði skiptin, árið 1984 nokkuð örugglega 94-79 og þá unnu þeir einnig tíu árum áður, 1974, í nokkuð meira spennandi leik, 86-81.

Hérna er hægt að kynna sér sögu bikarkeppninnar

Fréttir
- Auglýsing -