Á morgun mun KR leika gegn Stjörnunni í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla.
Við tilefnið hefur félagið gefið út glæsilegt bikarblað sem dreift hefur verið í hús í Vesturbænum, en þá er það aðgengilegt fyrir aðra hér fyrir neðan. Í því er að finna ávarp formanns, viðtöl við leikmenn, spádóma frá málsmetandi aðilum og margt fleira. Eðlilega nokkuð KR slagsíða í blaðinu, sem á þó varla að koma að sök.
Líkt og vísað er til í nafni blaðsins, Bikarinn oftast, er KR það félag sem oftast hefur unnið bikarinn eða í 12 skipti. Síðast urðu þeir bikarmeistarar árið 2017, en í 54 ára sögu keppninnar hefur KR leikið til úrslita í 21 skipti.