Snjólfur Marel Stefánsson og Black Hills State Yellow Jackets lögðu í nótt lið University of Colorado í bandaríska háskólaboltanum, 84-78. Yellow Jackets það sem af er tímabili með 50% sigurhlutfall, 5 sigra og 5 tapaða.
Snjólfur var í byrjunarliði Yellow Jackets í leiknum, en á 29 mínútum spiluðum skilaði hann 3 stigum, 2 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Næsti leikur Yellow Jackets er annað kvöld gegn Colorado Christian University.