spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEverage: Höfðu meiri orku en við

Everage: Höfðu meiri orku en við

Njarðvík rétti úr kútnum í kvöld með því að skella ÍR á ipponi í Njarðtaksgryfjunni í síðasta leik deildarinnar fyrir landsleikjahlé. Gestirnir úr Breiðholti hittu líkast til á sinn versta skotleik í vetur og Njarðvíkingar voru búnir að stoppa í varnarlekann sem hrjáði þá síðustu leiki. Lokatölur reyndust 96-80 þar sem Kyle Johnson fór á kostum í liði Njarðvíkinga með 25 stig og 10 fráköst en Zvonko Buljan fyrrum liðsmaður Njarðvíkinga var stigahæstur hjá ÍR með 21 stig og 9 fráköst.

Meira má lesa um leikinn hér.

Karfan ræddi við Everage Richardson leikmann ÍR eftir leik kvöldsins.

Fréttir
- Auglýsing -