Gull og silfurmerki KKÍ voru veitt á ársþingi sambandsins á Grand Hótel Reykjavík í dag.
Gullmerki sambandsins hlutu Erlingur Hannesson, Kristinn Geir Pálsson, Lárus Blöndal, Birna Lárusdóttir og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir.

Silfurmerki sambandsins fengu Ingvi Þór Hákonarson frá Keflavík, Ásthildur Jónasdóttir frá Hetti, Huginn Freyr Þorsteinsson frá Álftanesi, Kristinn Jónasson frá Haukum, Dagur Þór Baldvinsson frá Tindastóli og Algirdas Slapikas frá Stál-úlfi.
Þá var Helena Sverrisdóttir sérstaklega heiðruð fyrir hennar árangur og framlag til íslensks körfubolta og að vera að auki landseikjahæst með 81 landsleik. Einnig fékk hún afhent silfurmerki sambandsins.

Þá fengu sérstakar þakkir Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Birna Lárusdóttir varaformaður og Lárus Blöndal annar varaformaður fyrir ómetanlegt starf í þágu sambandsins.
Myndir / KKÍ