Liðin í fyrsta og öðru sæti 1. deildar mættust í kvöld þegar ÍA tók í kvöld á móti Ármann í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Staðan fyrir leik var nokkuð skrítin, ÍA búnir að tryggja sér deildarmeistara titilinn og Ármenningar öruggir með heimavallaréttinn í fyrstu umferð í komandi úrslitakeppni. Þrátt fyrir var töluvert undir hjá báðum liðum. ÍA gat með sigri í þessu síðasta heimaleik sínum á tímabilinu fullkomnað taplaust tímabil á heimavelli og Ármenningar vildu taka skref í áttina að því að tryggja sér annað sætið og þar með heimavallaréttinn í úrslitakeppninni á meðan þeir væru að spila í þeirri keppni.
Þôtt ÍA sé ekki að fara í úrslitakeppni verður ekki annað sagt en að það hafi verið úrslitakeppnisbragur yfir leiknum, ljósashow, kynning, troðfullt hús og allt hrós á ÍA fyrir umgjörðina á leiknum.
Leikurinn bar þess merki að mikið væri undir hjá báðum liðum og troð fullir áhorfendapallarnir fengum hins bestu skemmtun. Jafnræði var með liðunum best allan leikinn. Liðin náðu bæði smá forustu en alltaf til styttri tíma þar til hitt liðið jafnaði.
Það var svo ekki fyrr en undir lok leiksins að leiðir skildu og ÍA klàraði leikinn 93-81 og kláruðu tímabilið taplausir á heimavelli á tímabilinu. Sannur meistarabragur þar.
ÍA hefur þar með að öllum líkindum spilað sinn síðasta leik í hinu fornfræga körfuboltahúsi við Vesturgötu, eða W-esturgötu eins og talað hefur verið um þetta tímabilið, en ÍA mun leika í nýju og glæsilegu íþróttahúsi á Akranesi næsta tímabil. Það má því með sanni segja að það sé vægast sagt spennandi 2025/2026 tímabil framundan hjá ÍA.
Tölfræði leiks
Merkilegir punktar úr leiknum:
-Fallegt þegar ÍA heiðraði 1993 meistaliðið fyrir leik
-Umgjörð leiksins var glæsileg og verðskulduðu uppskera eftir frábært tímabil hjá ÍA
-Liðin skiptust níu sinnum á forustu í leiknum
-Alls var níu sinnum jafnt í leiknum
-Mesta forusta í leiknum var 12 stig, sem var loka munurinn à liðunum
-Ármenningar höfðu engan áhuga á að vera viðstaddir verðlauna- og bikarafhendingu
-mikil hamingja á W-esturgötunni þegar bikarinn fór à loft
Umfjöllun / HGH