Valur lagði Keflavík í kvöld í 10. umferð Dominos deildar karla, 85-72. Keflavík þrátt fyrir tapið í efsta sæti deildarinnar með 16 stig á meðan að Valur er í 9. með 8 stig.
Karfan spjallaði við leikmann Vals, Jón Arnór Stefánsson, eftir leik í Origo Höllinni. Á tæpum 29 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Jón 15 stigum og 5 fráköstum.