Næst síðasta umferð Bónusdeildar karla hófst í kvöld. Fyrir utan fallliðin þá var mikil spenna á öðrum vígstöðum.
Valsmenn tóku á móti Grindavík, en bæði lið eru í harðri baráttu um heimavallarrétt í fyrstu umferð. Grindavík var án Kane og Óla Ólafs og munaði það um minna. Það var vel mætt af bæði heimafólki og gestum. Leikurinn varð aldrei spennandi því Valsmenn bara völtuðu yfir vængbrotna Grindvíkinga, lokatölur 99-80.
Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í N1 höllinni.