Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Þórs Akureyri Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur.
Emma er 16 ára bakvörður Þórs Akureyri í Bónus deild kvenna, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún vel látið að sér kveða síðustu misseri í efstu deild. Það sem af er yfirstandandi tímabili er hún að skila 6 stigum, 4 fráköstum og stoðsendingu á 21 mínútu spilaðri að meðaltali í leik. Emma er að upplagi úr Þór og hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá tímabilinu 2022-23. Þá hefur hún einnig verið með yngri landsliðum Íslands.
- Nafn? Emma Karólína Snæbjarnardóttir
2. Aldur? 16 ára
3. Hjúskaparstaða? Lausu
4. Uppeldisfélag? Þór Akureyri
5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Örugglega þetta “bikar ævintýri” í fyrra.
6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Air ball í víti.
7. Efnilegasti leikmaður landsins? Kolbrún María Ármansdóttir
8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Maddie Sutton
9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei, eiginlega ekki.
10. Uppáhalds tónlistarmaður? Drake
11. Uppáhalds drykkur? Nocco ramonade
12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Daníel Andri Halldórsson
13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Hulda María Agnarsdóttir
14. Í hvað skóm spilar þú? Giannis og KD
15. Uppáhalds staður á Íslandi? Akureyri
16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Fylgist eiginlega ekkert með NBA.
17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Ætli það sé ekki Michael Jordan.
18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Rut Herner og Eva Wium.
19. Sturluð staðreynd um þig? Ég er hálfur Þjóðverji.
20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? 5vs5 spil.
21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Layup drillan hans Danna.
22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér áeyðieyju? Evu Wium, Maddie Sutton og Hrefna Ottós
23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Nei, eiginlega ekki.
24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ekkert sem mér dettur í hug.