spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaKomu í veg fyrir að Fylkismenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á Meistaravöllum

Komu í veg fyrir að Fylkismenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn á Meistaravöllum

Toppslagur átti sér stað í annarri deild karla á sunnudaginn þegar KR b tóku á móti Fylki. Fylkismenn gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri en KR b voru staðráðnir í að það ætti ekki að gerast á Meistaravöllum.

Heimamenn fóru betur af stað en Jamil Abiad skoraði fyrstu körfu leiksins eftir að taka sitt eigið frákast. Fylkismenn héldu hinsvegar vel í þá og sást langar leiðir að þetta yrði jafn og skemmtilegur leikur.

KR voru duglegir að nýta sér styrkleikann sinn í teignum en þeir reyndu að fara á póstinn í nánast hverri einustu sókn. Gestirnir áttu erfitt með að stoppa það en þeir gátu hinsvegar keyrt á körfuna þegar þeir vildu og úr því varð skemmtileg barátta tveggja leikstíla.

Annar og þriðji leikhluti voru líka jafnir en munurinn á milli liðanna fór aldrei yfir 5 stig í þeim leikhlutum og það var ljóst að úrslitin myndu ekki ráðast fyrr en í fjórða leikhluta.

Fylkismenn byrjuðu fjórða leikhluta betur en náðu aldrei að slíta sig frá KR sem enduðu á að komast yfir þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum og unnu leikinn að lokum 112-103.

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -