spot_img
HomeFréttirReyndur þjálfari býður upp á þjálfun fyrir einstaklinga og minni hópa

Reyndur þjálfari býður upp á þjálfun fyrir einstaklinga og minni hópa

Þjálfarinn Chris Caird er kominn aftur til Íslands eftir nokkurra ára dvöl erlendis þar sem hann starfaði sem aðstoðarþjálfari hjá stórum liðum á borð við London Lions í Bretlandi og nú síðast Nagasaki Velca í Japan.

Chris hefur ekki ráðið sig hjá liði á Íslandi en mun nú í vor og sumar bjóða einstaklingum og hópum upp á körfuknattleiksþjálfun sem getur miðað við einstaklinga eða litla hópa.

Það sem Chris býður upp á eru tækniæfingar sem hafa að gera með skottækni, sendingar, hreyfingar og hluti er varða aðstæður í leikjum. Boltatækni, maður á mann varnarleik og margt fleira sem getur hjálpað við að verða betri í íþróttinni. Þá er býður hann einnig upp á líkamlegar æfingar sem hjálpa leikmönnum að þjálfa sig fyrir raunir vallarins, s.s. er varða líkamlegt viðbragð og styrk.

Sem leikmaður átti Chris farsælan feril á Íslandi og í bandaríska háskólaboltanum, en þá var hann einnig í breska landsliðinu um árabil. Síðan að feril hans lauk hefur hann starfað sem þjálfari, bæði á Íslandi hjá FSu og Tindastóli, en einnig með félögum í Bretlandi og Japan. Þar hefur hann þjálfað yfir 10 leikmenn sem hafa haft reynslu af NBA deildinni. Þá hefur Chris einnig starfað að því að hjálpa leikmönnum að komast á skólastyrk í bandaríska háskóla og hafa yfir 30 leikmenn farið vestur um haf á hans vegum.

Til þess að bóka þjálfun hjá Chris er bent á að hafa samband í síma +354 7766968 / á tölvupóst [email protected] eða í gegnum Instagram @coachchriscaird.

Fréttir
- Auglýsing -