spot_img
HomeFréttirSigrún Björg í varnarliði tímabilsins og mínútuhæst allra í háskólaboltanum

Sigrún Björg í varnarliði tímabilsins og mínútuhæst allra í háskólaboltanum

Hafnfirðingurinn Sigrún Björg Ólafsdóttir leikmaður Chattanooga Mocs var á dögunum valin í varnarlið deildar sinnar og þá er hún að meðaltali mínútuhæsti leikmaður landsins í bandaríska háskólaboltanum.

Sigrún er lykilleikmaður í liði Mocs og hefur hún leikið að meðaltali mest allra leikmanna í háskólaboltanum, en af 40 mínútum mögulegum er hún að inni á vellinum 38,3 mínútur aðmeðaltali í leik.

Sigrún Björg er 23 ára og að upplagi úr Haukum, en hún hélt í háskólaboltann árið 2020. Þar hefur hún átt gífurlega góðan feril og er hún meðal annars leikjahæsti leikmaður Mocs frá upphafi (147), einnig oftast verið í byrjunarliði (144) Þá er hún áttunda hæsta frá upphafi skólans í stolnum boltum (195) og þriggja stiga körfum (439)



Fréttir
- Auglýsing -