Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst í dag að niðurstöðu í tveimur málum sem henni bárust til úrlausna. Niðurstöðurnar má sjá hér fyrir neðan, en í þeim báðum er um eins leiks bann að ræða. Það fyrra þjálfari Breiðabliks í fyrstu deild karla Hrafn Kristjánsson og hið seinna Leifur Steinn Arnarson þjálfari b liðs Álftaness í 2. deildinni.
Agamál 53/2024-2025
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Hrafn Kristjánsson, þjálfari Breiðablik, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þór Akureyri gegn Breiðsblik, sem fram fór þann 28 febrúar 2025.
Agamál 54/2024-2025
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Leifur Steinn Arnarson, þjálfari Álftanes b, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Laugdæla gegn Álftanesi b, sem fram fór þann 2 mars 2025.