Aukasendingin spjallaði í dag við Hannes Jónsson framkvæmdastjóra KKÍ.
Til umræðu voru mörg ólík málefni, aðallega þó sá samningur sem sambandið gerði við pólska sambandið um að Ísland myndi leika í Katowice á EuroBasket í haust.
Þá er í seinni hluta spjallsins farið yfir stórar tillögur sem fara fyrir þing KKÍ sem er á dagskrá 15. mars og þær breytingar sem verða á stjórn og hjá formanni sambandsins.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.