spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaNýliðarnir komu í veg fyrir endurkomu í Umhyggjuhöllinni

Nýliðarnir komu í veg fyrir endurkomu í Umhyggjuhöllinni

Nýliðar Hamars/Þórs lögðu Stjörnuna í Umhyggjuhöllinni í kvöld í Bónus deild kvenna, 72-78.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 1. til 3. sæti B riðils deildarinnar með 16 stig líkt og Tindastóll, en sökum innbyrðisviðureigna er Hamar/Þór þar í efsta sætinu.

Það voru gestirnir úr Hamar/Þór sem að leiddu leik kvöldsins frá byrjun til enda. Heimakonur voru þó aldrei langt undan, en munurinn var 4 stig eftir fyrsta leikhluta, 19-23, og 11 stig í hálfleik, 32-43.

Hamar/Þór lætur svo kné fylgja kviði í upphafi seinni hálfleiksins og ná mest 17 stiga forystu um miðjan þriðja fjórðung áður en Stjarnan nær að spyrna við og er munurinn aðeins 9 stig fyrir lokaleikhlutann, 54-63. Heimakonur ganga enn frekar á lagið í fjórða fjórðung og ná að gera leikinn mjög spennandi á lokakaflanum þar sem það munar aðeins 2 stigum þegar tæpar tvær mínútur eru eftir, 70-72.

Varnarlega gerir Hamar/Þór vel á lokakaflanum. Leyfa aðeins eina körfu, fá sjálfar stórar körfur frá Abby Beeman og vinna leikinn að lokum með 6 stigum, 72-78.

Best í liði Stjörnunnar í kvöld var Denia Davis Stewart með tröllatvennu 27 stig og 20 fráköst. Henni næst var Ana Clara Paz með 12 stig og 8 fráköst.

Fyrir Hamar/Þór voru atkvæðamestar Abby Beeman með 32 stig, 13 fráköst, 12 stoðsendingar og Hana Ivanusa með 12 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -