spot_img
HomeFréttirThelma Dís frákastahæst gegn Ohio Bobcats

Thelma Dís frákastahæst gegn Ohio Bobcats

Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola tap í nótt fyrir Ohio Bobcats, 88-66. Eftir leikinn eru Ball State í 8. sæti Mið-Ameríkudeildarinnar með níu sigra og átta töp það sem af er tímabili.

Á 29 mínútum spiluðum í leik næturinnar skilaði Thelma Dís fimm stigum, átta fráköstum, þremur stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Cardinals er komandi laugardag 13. febrúar gegn Miamia Redhawks.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -