Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers unnu í kvöld sinn fjórða leik í röð er liðið lagði Central Oklahoma, 89-79. Það sem af er tímabili eru Fort Hays með 50% sigurhlutfall, átta sigra og átta töp.
Á 13 mínútum spiluðum í kvöld skilaði Bjarni guðmann tveimur stigum, tveimur fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta. Næsti leikur Fort Hays er annað kvöld gegn Rogers State.